Howard Webb, yfirmaður dómaramála á Englandi, segir að ákvörðunin um að dæma mark Josh King fyrir Fulham af í tapinu gegn Chelsea um síðustu helgi hafi verið rangur dómur.
Mark Josh King var dæmt af eftir langa VAR-skoðun þar sem Rodrigo Muniz var talinn hafa gerst brotlegur eftir að hafa stigið á fót Trevoh Chalobah í aðdraganda marksins.
Webb sagði að dómarar ættu að taka mörk af aðeins þegar brotin eru skýr og augljós.
„Þetta var ekki umdeilt, þetta var rangt. Við höfum sett okkur ákveðin viðmið um hvernig við dæmum í ensku úrvalsdeildinni og hvernig við notum VAR,“ sagði Webb.
„Í þessu tilfelli var leiðbeiningunum ekki fylgt. Dómararnir mátu snertinguna milli Muniz og Chalobah rangt og einblíndu of mikið á hana án þess að taka samhengi atviksins með í reikninginn.“
Athugasemdir