Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 09:13
Kári Snorrason
Donnarumma til Man City (Staðfest)
Gianlugi Donnarumma.
Gianlugi Donnarumma.
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur tilkynnt komu ítalska markvarðarins Gianlugi Donnarumma frá Paris St-Germain, kaupverðið er um 26 milljónir punda.

Man City náði samkomulagi við Donnarumma um kaup og kjör fyrir um nokkrum vikum.

Markvörðurinn stæðilegi var ekki í áformum Luis Enrique þjálfara PSG, eftir að hafa verið einn besti markvörður heims undanfarin misseri.

Donnarumma kemur til að taka við keflinu af brasilíska markverðinum Ederson, sem hefur gengið í raðir tyrkneska félagsins Fenerbahce frá Manchester City.

City keypti markvörðinn James Trafford frá Burnley fyrr í sumar og hefur hann staðið vaktina í marki liðsins fyrstu þrjár umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner