Manchester City hefur tilkynnt komu ítalska markvarðarins Gianlugi Donnarumma frá Paris St-Germain, kaupverðið er um 26 milljónir punda.
Man City náði samkomulagi við Donnarumma um kaup og kjör fyrir um nokkrum vikum.
Markvörðurinn stæðilegi var ekki í áformum Luis Enrique þjálfara PSG, eftir að hafa verið einn besti markvörður heims undanfarin misseri.
Donnarumma kemur til að taka við keflinu af brasilíska markverðinum Ederson, sem hefur gengið í raðir tyrkneska félagsins Fenerbahce frá Manchester City.
City keypti markvörðinn James Trafford frá Burnley fyrr í sumar og hefur hann staðið vaktina í marki liðsins fyrstu þrjár umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.
???????????????? pic.twitter.com/O0ohyI5BBa
— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025
Athugasemdir