Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Ederson fer til Fenerbahce (Staðfest)
Ederson til Fenerbahce.
Ederson til Fenerbahce.
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Ederson gengur í raðir tyrkneska félagsins Fenerbahce frá Manchester City.

Þessi 32 ára leikmaður var átta ár hjá City og hjálpaði liðinu að vinna enska meistaratitilinn sex sinnum auk þess að vinna Meistaradeildina. Hann hefur einnig unnið FA-bikarinn í tvígang og var í þrennuliði City 2022-23.

City keypti markvörðinn James Trafford frá Burnley fyrr í sumar og hefur samið við Gianluigi Donnarumma sem kemur frá Paris St-Germain fyrir 26 milljónir punda.

„Ég yfirgef Manchester City gríðarlega stoltur af því sem við höfum afrekað saman, það er svo mikill heiður að hafa klæðst treyjunni svona mörgum sinnum," segir Ederson.

„Ég var fullur væntinga þegar ég kom til Manchester fyrir átta árum en sá ekki fyrir mér svona fallegan tíma saman."

Ederson hélt marki City hreinu 122 sinnum í 276 úrvalsdeildarleikjum. Að auki á hann sjö stoðsendingar í deildinni á ferilskrá sinni.


Athugasemdir