
Íslenska landsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026.
Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli á föstudag og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli á föstudag og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Daníel Tristan Guðjohnsen, sóknarmaður Malmö, er í hópnum í fyrsta sinn en bróðir hans Andri Lucas er á sínum stað. Þá gæti Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Lech Poznan, spilað sinn fyrsta landsleik.
Leikurinn á föstudaginn er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.
Arnar Gunnlaugsson tilkynnti landsliðshóp sinn í síðustu viku en tvær breytingar hafa orðið á honum. Hjörtur Hermannsson og Brynjólfur Willumsson hafa verið kallaðir inn þar sem Aron Einar Gunnarsson og Orri Steinn Óskarsson eru meiddir.
Gísli og Brynjólfur eru meðal leikmanna sem Fótbolti.net mun ræða við á liðshótelinu síðar í dag en viðtölin koma inn á síðuna í kvöld.
Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 24 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F. C. - 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 4 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F. C. - 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgårdens IF Fotboll - 33 leikir, 2 mörk
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 34 leikir, 9 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
Hjörtur Hermannsson (Volos, 29 A-landsleikir, 1 mark)
Brynjólfur Willumsson (Groningen, 2 A-landsleikir, 1 mark)
Athugasemdir