
Það var mikið að gera á skrifstofu Fótbolta.net í gær enda gluggadagurinn sjálfur. Glugganum var lokið um kvöldmatarleytið og slúðurpakki dagsins tengist bæði félagaskiuptum og skitpum sem ekki urðu að veruleika.
Manchester United gerði ekki tilboð í argentínska markvörðinn Emiliano Martínez (32) hjá Aston Villa, þrátt fyrir miklar vangaveltur um möguleg skipti hans. (Sky Sports)
United hætti við Martínez vegna aldurs hans og launakrafa, hann vill um 200 þúsund pund á viku. (Mirror)
Martínez hafði ekki áhuga á að fara til Tyrklands en fregnir bárust af 21,6 milljóna punda tilboði frá Galatasaray. (Daily Mail)
Liverpool neitaði að selja varnarmanninn Joe Gomez (28) til AC Milan eftir að tilraun félagsins til að fá Marc Guehi (25) frá Crystal Palace mistókst. (Fabrizio Romano)
Þrátt fyrir að myndband hafi lekið á netið sem virtist tengjast brottför Guehi, er hann enn ánægður með að klára samninginn sinn hjá Crystal Palace og skipta svo um félag á frjálsri sölu næsta sumar. (Talksport)
Bayern München ætlaði að fá Ademola Lookman (27), framherja Atalanta, á lokadegi gluggans en náði því ekki. (Sky Sports)
Raheem Sterling (30) mun líklega vera áfram hjá Chelsea, þar sem engin félög í Tyrklandi, Sádi-Arabíu eða Bandaríkjunum sýna áhuga en í þessum löndum er glugginn enn opinn. (The Athletic)
Crystal Palace hætti við að fá Manor Solomon (26) lánaðan frá Tottenham þrátt fyrir að hafa fengið lengri frest til að klára dæmið. (Sky Sports)
Fulham ákvað að hætta við að selja miðjumanninn Harry Wilson (28) til Leeds rétt fyrir lok gluggans. (Yorkshire Evening Post)
Það varð til þess að Fulham fékk ekki Tyrique George (19), vængmann frá Chelsea. (Evening Standard)
Danski framherjinn Will Osula (22) verður áfram hjá Newcastle United, þrátt fyrir áhuga frá Eintracht Frankfurt. (Athletic)
Sumir innan Newcastle telja að sænski framherjinn Alexander Isak (25) hafi hegðað sér síðasta vor á þann hátt að það virtist sem hann vildi ekki hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti. (Telegraph)
Athugasemdir