Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ekki eitt einasta þakkarorð" til Isak í yfirlýsingu Newcastle
Mynd: Liverpool
Newcastle sendi frá sér stutta yfirlýsingu eftir að það var staðfest að Alexander Isak væri genginn til liðs við Liverpool fyrir metfé.

Liverpool borgaði 125 milljónir punda sem gerir Isak að dýrasta leikmanni úrvalsdeildarinnar. Hann bætir met Florian Wirtz sem gekk til liðs við Liverpool fyrir 116 milljónir punda fyrr í sumar.

Yfirlýsing Newcastle vekur athygli.

„Newcastle getur tilkynnt sölu á framherjanum Alexander Isak til Liverpool fyrir metfé á Bretlandi. Sænski landsliðsmaðurinn kom til Newcastle frá Real Sociedad árið 2022 og spiilaði 109 leiki í öllum keppnum," segir í yfirlýsingu Newcastle.

„Yfirlýsing Newcastle um söluna á Isak er aðeins 36 orð. Ekki eitt einasta þakkarorð. Fyrir manninn sem skoraði sigurmark í bikarúrslitum. Þetta sýnir hverniig þeim líður með framkomu hans í sumar," sagði Keith Downie hjá Sky Sports.

Isak fór í verkfall í sumar og mætti ekki till æfinga hjá liðinu þar sem Liverpool sýndi áhuga en Newcastle var ekkii á þeim buxunum að selja hann.


Athugasemdir
banner
banner