Yoane Wissa er genginn til liðs við Newcastle frá Brentford. Newcastle greinir frá þessu í kjölfar sölunnar á Alexander Isak til Liverpool.
Newcastle borgar 55 milljónir punda fyrir hann. Wissa skrifar undir fjögurra ára samning.
Newcastle borgar 55 milljónir punda fyrir hann. Wissa skrifar undir fjögurra ára samning.
Brentford hafnaði nokkrum tilboðum frá Newcastle í leikmanninn í sumar og Wissa tjáði sig á Instagram um að hann vildi fara til Newcastle.
Það er nú orðið að veruleika en þetta gerist eftir að Liverpool staðfesti kaupin á Alexander Isak frá Newcastle fyrir metfé.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir