Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 22:48
Kári Snorrason
Iheanacho til Celtic (Staðfest) - Endurnýjar kynnin við Brendan Rodgers
Mynd: Celtic
Kelechi Iheanacho hefur samið við skoska stórveldið Celtic. Nígeríski sóknarmaðurinn gerir eins árs samning við liðið, með ákvæði um að framlengja um eitt ár.

Iheanacho komst að samkomulagi við Sevilla um að rifta samning sínum við félagið í gær.

Framherjinn samdi við Sevilla í fyrra eftir að samningur hans við Leicester rann sitt skeið.

Tækifæri Iheanacho hjá Sevilla voru þó af skornum skammti, en hann lék aðeins 11 leiki fyrir félagið þar til hann var lánaður til Middlesbrough.

Hjá Celtic endurnýjar Iheanacho kynni sín við fyrrum stjóra sinn hjá Leicester, Brendan Rodgers.

Alls hefur sóknarmaðurinn leikið 196 leiki í ensku úrvalsdeildinni og þar skorað 42 mörk ásamt því að hafa lagt upp 25 sinnum.
Athugasemdir