Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sunderland nældi í þrjá leikmenn á lokametrunum (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Það var nóg að gera á skrifstofunni hjá Sunderland á lokametrunum á félagaskiptamarkaðnum í kvöld.

Þrír nýjir leikmenn hafa skrifað undir samning hjá liðinu síðustu klukkutíma.

Félagið hefur nælt í holllenska varnarmanninn Lutsharel Geertruida frá RB Leipzig á láni út tímabilið. Hann er 25 ára gamall miðvörður en hann gekk til liðs við Leipzig frá Feyenoord í fyrra.

Hann á 17 landsleiki að baki fyrir Holland. Landsliðsfélagi hans, Brian Brobbey er kominn til Sunderland frá Ajax fyrir um það bil 25 miilljónir evra. Hann kemur til með að leysa Marc Guiu af hólmi sem gekk til liðs við Sunderland á láni frá Chelsea fyrr í sumar en hann var kallaður til baka vegna meiðsla Liam Delap.

Þá er Bertrand Traoré einnig genginn til liðs við félagið frá Ajax. Hann skrifar undir eins árs samning en Sunderland er með möguleika á því að framlengja um ár til viðbótar.

Traoré hefur spilað 78 landsleiki og skorað 20 mörk fyrir Búrkína Fasó. Hann er 29 ára gamall sóknarmaður. Hann er með reynslu úr úrvalsdeildinni en hann lék með Chelsea og Aston Villa á sínum tíma.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir
banner