Brasilíski varnarmaðurinn Igor Julio er genginn til liðs við West Ham á láni frá Brighton út tímabilið.
Þessi 27 ára gamli leikmaður var á leiðinni til Crystal Palace en hann var búinn að fara í læknisskoðun þegar hann ákvað að fara til West Ham í staðin.
Talið er að Julio hafi haft áhyggjur af spiltíma sínum hjá Crystal Palace. Ákvörðun hans kom að lokum í veg fyrir fyrirhuguð skipti Marc Guehi frá Palace til Liverpool.
„Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað. Þetta er stórt og sögufrægt félag með frábæran stuðning og einstakt einkenni. Ég sá það í Prag í úrslitum Sambandsdeildarinnar fyrir tveimur árum og ég er stoltur að vera fulltrúi liðsins," sagði Julio.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir