Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 21:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nicolas Jackson kominn til Bayern (Staðfest)
Mynd: Bayern Munchen
Nicolas Jackson er genginn ti liðs við Bayern Munchen frá Chelsea. Hann fer á lán út tímabilið en Bayern mun síðan festa kaup á honum.

Jackson er 24 ára gamall landsliðsmaður Senegal. Hann mun klæðast treyju númer 11 hjá Bayern.

Bayern borgar rúmlega 70 milljónir punda í heildina samkvæmt Sky Sports.

Mikil dramatík hefur verið í kringum Jackson en hann var á leiðinni til Bayern þegar Chelsea vildi kalla hann til baka eftir að Liam Delap meiddist.

Hann harðneitaði að snúa aftur og hann er nú orðinn leikmaður Bayern.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir