Ari Leifsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kolding í dag, þegar liðið lagði Skive að velli í danska bikarnum. Lokatölur leiksins 0-2 og Kolding því áfram í þriðju umferð bikarsins.
Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki í leikmannahóp Kolding þar sem hann er í verkefni með U21-landsliðinu.
Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki í leikmannahóp Kolding þar sem hann er í verkefni með U21-landsliðinu.
Þá sat Ísak Snær Þorvaldsson allan tímann á bekknum þegar Lyngby vann dramatískan sigur á D-deildarliði Ledøje-Smørum.
Lyngby komst yfir í fyrri hálfleik en Smørum jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik. Þar við sat og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Lyngby hafði betur.
Nóel Atli Arnórsson var ekki með Álaborg í dag þegar þeir unnu sannfærandi 6-1 sigur á Marstal/Rise í danska bikarnum.
Nóel er í verkefni U19-liðsins sem mætir Færeyjum og Eistlandi í undankeppni EM 2027.
Benóný Breki er einnig í sama verkefni, en liðsfélagar hans í Stockport mættu varaliði Wolves í bikarkeppni neðri deilda á Englandi og fóru með 5-3 sigur af hólmi.
Jason Daði er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Grimsby mætti Bradford í bikarkeppni neðri deilda. Grimsby leiddi í hálfleik, þrátt fyrir að vera manni færri.
Þá reyndist framherji Bradford, Andy Cook, Grimsby-liðinu erfiður en hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og tryggði sínum mönnum sigurinn.
Athugasemdir