Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 13:50
Elvar Geir Magnússon
Hann gerir okkur samstundis sterkari
 Yoane Wissa.
Yoane Wissa.
Mynd: Newcastle
Newcastle United gekk frá kaupum á sóknarmanninum Yoane Wissa á gluggadeginum. Hann er keyptur frá Brentford á 55 milljónir punda.

Wissa hafði skorað 49 mörk í 149 leikjum fyrir Brentford síðan hann kom til félagsins frá Lorient 2021. Þar af 19 í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég er afskaplega ánægður með að vera kominn hingað og skrifa undir hjá einu stærsta félagi ensku úrvalsdeildarinnar," segir Wissa, en hann er 28 ára.

„Ég er afskaplega spenntur fyrir því að klæðast svörtu og hvítu treyjunni. Ég á mér drauma, ég er með trú og nú geri ég mitt besta til að þeir rætist."

Eddie Howe fagnar komu Wissa en félagið seldi á endanum Alexander Isak til Liverpool.

„Leikstíll Yoane mun gera stuðningsmenn okkar spennta. Hann er með hraða, kraft og frábæra vinnusemi. Hann gerir okkur samstundis sterkari," segir Howe.
Athugasemdir