Hákon Arnar Haraldsson og Jonathan David tengdu vel saman inn á vellinum hjá Lille síðustu árin. David yfirgaf hins vegar Lille í sumar og ákvað að semja við ítalska stórliðið Juventus á frjálsri sölu.
Hákon var í viðtali við Fótbolta.net og Livey á dögunum þar sem hann var spurður sérstaklega út í David.
Hákon var í viðtali við Fótbolta.net og Livey á dögunum þar sem hann var spurður sérstaklega út í David.
„Hann er geggjaður leikmaður og er farinn til Juventus. Maður er ekki lélegur ef maður fer til Juventus," sagði Hákon Arnar og nýtti tækifæri til að skjóta létt á David.
„Við náðum að tengja vel á síðasta tímabili en hann hefði átt að vera með aðeins fleiri stoðsendingar frá mér. Það er bara eins og það er."
„Hann er mjög rólegur, ég bjóst ekki alveg við því. Það er ekkert stress í honum."
David skoraði alls 109 mörk í 232 leikjum fyrir Lille og er nú þegar byrjaður að skora fyrir Juventus.
Athugasemdir