Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Laporte yfirgefur Al-Nassr og fer til Spánar
Mynd: Al Nassr
Spænski landsliðsmiðvörðurinn Aymeric Laporte er að yfirgefa Al-Nassr og gengur til liðs við Athletic Bilbao.

Fabrizio Romano greinir frá því að það sé allt nánast klappað og klárt, það á aðeins eftir að fara yfir nokkur atriði.

Laporte er 31 árs gamall miðvörður en hann er uppalinn hjá Bilbao. Hann gekk til liðs við Man City árið 2018 en hélt til Al-Nassr árið 2023.

Hann lék 69 leiki fyrir Al-Nassr og skoraði níu mörk.
Athugasemdir
banner
banner