Olivier Giroud varð í sumar liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille í Frakklandi.
Giroud er leikmaður sem hefur gert þetta allt í fótboltanum, spilað á hæsta stigi í ensku úrvalsdeildinni og orðið heimsmeistari með Frakklandi. Hákon segir að það hafi gert mikið fyrir Lille að fá hinn reynslumikla Giroud í liðið.
Giroud er leikmaður sem hefur gert þetta allt í fótboltanum, spilað á hæsta stigi í ensku úrvalsdeildinni og orðið heimsmeistari með Frakklandi. Hákon segir að það hafi gert mikið fyrir Lille að fá hinn reynslumikla Giroud í liðið.
„Það var klikkað," segir Hákon um komu Giroud. „Prófíll eins og hann, heimsmeistari og hefur spilað í bestu liðunum á Englandi og Ítalíu. Reynslan sem hann kemur með inn í hópinn er gríðarlega og maður tók eftir því strax hversu mikill sigurvegari hann er. Hann setur miklar kröfur á okkur alla og sjálfan sig líka. Það er geggjað að fá hann inn."
„Maður hefur horft á hann í Premier League frá því maður var pjakkur. Allt í einu er hann kominn í klefann og maður hittir hann á hverjum degi. Þetta er grillað dæmi en maður venst því svo sem. Hann er ekkert að líta stórt á sig. Hann er bara hluti af hópnum og er venjulegur gæi."
Það verður gaman að sjá Hákon og Giroud spila saman í vetur.
„Maður þarf eiginlega bara að henda boltanum í boxið og hann vinnur flestallt. Það er mjög auðvelt að spila með honum. Ég held að hann muni gagnast okkur í vetur."
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Hákon í heild sinni.
Athugasemdir