
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudaginn að Grindavík væri búið að reka Harald Árna Hróðmarsson sem þjálfara liðsins í Lengjudeild karla. Félagið staðfesti þetta svo í gær.
Grindavík tapaði gegn Völsungi um helgina og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar aðeins stigi frá öruggu sæti.
Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra Grindavík í síðustu tveimur leikjum tímabilsins; gegn ÍR og Njarðvík. Marko var aðstoðarþjálfari og Anton hefur þjálfað yngri flokka og kvennalið Grindavíkur.
Grindavík tapaði gegn Völsungi um helgina og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar aðeins stigi frá öruggu sæti.
Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra Grindavík í síðustu tveimur leikjum tímabilsins; gegn ÍR og Njarðvík. Marko var aðstoðarþjálfari og Anton hefur þjálfað yngri flokka og kvennalið Grindavíkur.
„Stjórn knattspyrnudeildar og Haraldur Árni hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins. Hann tók við liðinu á mjög erfiðum tíma í fyrra og þökkum við honum kærlega fyrir gott starf fyrir félagið. Einnig óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningu Grindavíkur.
„Grindvíkingarnir Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra liðinu það sem eftir er af sumrinu. En þar eru tveir mjög mikilvægir leikir í okkar baráttu í Lengjudeildinni. Janko mun verða þeim innan handar."
Athyglisverð frétt birtist hjá Víkurfréttum á sunnudag þar sem segir að Haraldur Árni hafi verið rekinn án vitundar stjórnarmanns.
„Ha, er búið að reka Harald Árna?“ spurði Ólafur Már Sigurðsson þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði hann út í tíðindin. kom af fjöllum og sagðist bakka Harald Árna upp.
Mikið hefur gustað um meistaraflokk karlaliðs Grindavíkur að undanförnu, Haukur Guðberg Einarsson sagði upp sem formaður og bar við trúnaðarbresti sem beindist að Ólafi Má. Haukur vildi meina að Ólafur hefði samið við varnarmann þvert gegn vilja annarra stjórnarmanna.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 20 | 12 | 5 | 3 | 40 - 30 | +10 | 41 |
2. Njarðvík | 20 | 11 | 7 | 2 | 46 - 23 | +23 | 40 |
3. Þór | 20 | 12 | 3 | 5 | 47 - 29 | +18 | 39 |
4. ÍR | 20 | 10 | 7 | 3 | 36 - 22 | +14 | 37 |
5. HK | 20 | 10 | 4 | 6 | 37 - 27 | +10 | 34 |
6. Keflavík | 20 | 9 | 4 | 7 | 47 - 37 | +10 | 31 |
7. Völsungur | 20 | 6 | 4 | 10 | 34 - 47 | -13 | 22 |
8. Fylkir | 20 | 5 | 5 | 10 | 31 - 29 | +2 | 20 |
9. Selfoss | 20 | 6 | 1 | 13 | 24 - 38 | -14 | 19 |
10. Grindavík | 20 | 5 | 3 | 12 | 35 - 57 | -22 | 18 |
11. Leiknir R. | 20 | 4 | 5 | 11 | 20 - 39 | -19 | 17 |
12. Fjölnir | 20 | 3 | 6 | 11 | 30 - 49 | -19 | 15 |
Athugasemdir