Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Paqueta sýknaður (Staðfest)
Lucas Paqueta.
Lucas Paqueta.
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paqueta hefur verið sýknaður í máli sínu gagnvart enska fótboltasambandinu.

Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann var sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Paqueta, sem er 27 ára gamall, hefur alltaf neitað sök en núna er búið að staðfesta að hann sé sýknaður í þessu máli.

Það hafði verið rætt um að hann gæti lífstíðarbann frá fótbolta en hann mun halda áfram að spila með West Ham þar sem hann er lykilmaður.

„Frá fyrsta degi rannsóknarinnar hef ég haldið fram sakleysi mínu gagnvart þessum háalvarlegu ásökunum. Ég get ekki sagt mikið á þessum tíma en ég vil bara segja hversu þakklátur ég er guði," sagði Paqueta.
Athugasemdir
banner