Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mið 04. október 2023 15:35
Elvar Geir Magnússon
Leikið í þremur heimsálfum á HM 2030
Estadio Centenario í Úrúgvæ.
Estadio Centenario í Úrúgvæ.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur staðfest að HM 2030 verður haldið á Spáni, Portúgal og Marokkó. Þrír fyrstu leikir mótsins verða spilaðir í Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ.

48 lið taka þátt og leikið verður í þremur heimsálfum en heimsmeistaramót hefur aldrei áður farið fram í meira en einni álfu.

Ákvörðunin að halda mótið með þessum hætti var tekin á fundi FIFA í dag en hún þarf svo að verða staðfest með kosningu hjá aðildarlöndum sambandsins. Kosningin fer væntanlega fram áður en næsta FIFA þing verður haldið, í Bangkok á næsta ári.

Að fyrstu þrír leikir mótsins séu spilaðir í Suður-Ameríku er til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta heimsmeistaramótinu, sem haldið var í Montevídeó í Úrúgvæ. Opnunarleikurinn á að fara fram þar sem þetta hófst allt saman, á Estadio Centenario.

Spánn, Portúgal og Marokkó sóttu sameiginlega um að halda mótið í samstarfsverkefni UEFA og afríska sambandsins. Fyrir utan fyrstu þrjá leikina verða allir hinir leikirnir leiknir í þessum þremur löndum.

„Í sundruðum heimi eru FIFA og fótboltinn að sameinast,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, þegar ákvörðunin um mótið var tilkynnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner