Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Balotelli megi fara frítt í janúar
Balotelli í leik með Brescia.
Balotelli í leik með Brescia.
Mynd: Getty Images
Sóknarmanninum Mario Balotelli er frjálst að fara frítt frá Brescia í janúar. Þetta segir Massimo Cellino, forseti félagsins.

Cellino segir að það henti ekki Balotelli að vera í fallbaráttu.

Nýliðar Brescia eru á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir 13 leiki.

„Mario leiður vegna þess að hann getur ekki spilað sinn leik. Þú þarft að færa miklar fórnir í fallbaráttu í Seríu A og hann hélt kannski að það væri einfaldara," sagði Cellino í ítalska sjónvarpsþættinum Le Iene.

„Hann má fara frítt í janúar. Hann verður að velja þá leið sem hentar honum best."

Balotelli gekk í raðir Brescia, félag sem er í hans heimabæ á Ítalíu, síðasta sumar á frjálsri sölu. Hann hefur skorað tvö mörk í átta deildarleikjum til þessa.

Cellino var nýlega spurður út í erfiðleika Balotelli hjá Brescia og þá sagði hann: „Hvað get ég sagt? Hann er svartur. Hann er að vinna í sjálfum sér en er að eiga smá erfitt."

Cellino var spurður út í þessi ummæli sín í La lene og þá sagði hann: „Rasisti? Ég er kaþólskur. Ég get ekki verið rasisti. Ummæli mín voru tekin úr samhengi. Ég sagði eitthvað heimskulegt, ég segi líka brandara."

Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Hellas Verona á dögunum.

Fabio Grosso var rekinn frá Brescia á mánudag. Hann hafði stýrt liðinu í um mánuð. Í hans stað var Eugenio Corini ráðinn, en Corini stýrði Brescia áður en Grosso tók við.
Athugasemdir
banner
banner