Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: Eiginlega það versta sem þú getur sagt um Rashford
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, gagnrýnir Marcus Rashford, leikmann Manchester United, harðlega eftir leik helgarinnar gegn Newcastle.

Rashford komst aldrei í takt við leikinn. Toni Livramento, bakvörður Newcastle, var með Rashford í rassvasanum og endaði það með því að Erik ten Hag tók Englendinginn af velli þegar hálftími var eftir.

Sóknarmaðurinn nennti lítið að hlaupa til baka og verjast og bitnaði það oftar en ekki á Harry Maguire og Luke Shaw. Rashford sýndi vonda líkamstjáningu og var svo pirraður þegar hann var tekinn af velli.

„Þetta var óásættanleg frammistaða af nokkrum ástæðum," sagði Carragher eftir leikinn.

„Sem heimamaður þá þarftu að draga liðið með þér en hann minnir mig bara á Martial. Það er eiginlega það versta sem þú getur sagt um hann. Martial er erlendur leikmaður sem hefur ekki staðið sig vel og virðist vera sama. Rashford lítur núna út eins og Martial."

Carragher skilur það að Rashford er með lítið sjálfstraust en hann segir að hann megi aldrei hætta að hlaupa fyrir merkið.
Athugasemdir
banner
banner