Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 04. desember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Felix útskýrir fagnið gegn Atlético - „Ákveðin útrás“
Mynd: EPA
Joao Felix, leikmaður Barcelona, skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigrinum á Atlético Madríd í La Liga í gær, en hann fagnaði með afar sérstökum hætti.

Felix er á láni hjá Barcelona frá Atlético og kom því á óvart að hann hafi ákveðið að fagna gegn félagi sínu.

Barcelona getur keypt hann á meðan lánsdvölinni stendur, en það er þó alls ekkert víst að það hafi efni á að fá hann.

Felix fagnaði marki sínu með að hoppa upp á auglýsingaskilti og breiða úr sér, svipað og Jude Bellingham hefur gert á tíma sínum hjá Real Madrid.

„Fólk hefur verið að tala um alla þessa viku en ég hef ekki velt því fyrir mér. Ég er bara að vinna mína vinnu og er alveg sama hvað fólk segir. Ég legg hart að mér á hverjum degi til að verða betri og þetta fagn var bara í algerri hvatvísi. Þetta var bara ákveðin útrás miðað allt sem ég gekk í gegnum síðasta sumar. Ég gerði þetta fyrir fjölskylduna,“ sagði Joao Felix eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner