Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. janúar 2022 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallur getur orðið besti leikmaður Íslandsmótsins
Hallur í baráttunni við Birki Bjarnason
Hallur í baráttunni við Birki Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Hansson fyrirliði færeyska landsliðsins skrifaði undir samning við KR rétt fyrir jól en hann kom frá Vejle í Dannmörku.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í viðtali hjá Fótbolta.net í dag og var spurður aðeins út í Hall en þeir spiluðu saman hjá Horsens.

„Hallur er í fyrsta lagi topp gaur og topp atvinnumaður. Ef hann er heill og 100% fókseraður held ég að hann verði geggjaður."

Aðspurður hvort hann gæti verið besti leikmaður Íslandsmótsins svaraði hann því játandi.

„Áður en danska tímabilið var búið var hann að spila alla leikina fyrir Veijle og var besti maðurinn þar, skora og leggja upp, það kom mér mikið á óvart að hann skyldi koma í KR."

Hann getur hlaupið endalaust.

„Hann er box-to-box leikmaður, góður í öllu, hleypur teigana á milli og með þvílíka orku. Þegar við vorum að taka jójó test í Horsens þá var það hnífjafn slagur."
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Athugasemdir
banner
banner