Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Þróttur skoraði fimm gegn Ægi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 5 - 1 Ægir
Mörk Þróttar: 
Kári Kristjánsson (2)
Andi Andri Morina
Stefán Þórður Stefánsson
Hinrik Harðarson


Þróttur R. og Ægir áttust við í æfingaleik á dögunum sem lauk með stórsigri Þróttar.

Staðan var 2-1 í leikhlé en Þróttarar stungu af í síðari hálfleik og enduðu á að skora fimm mörk í heildina.

Þar var Kári Kristjánsson atkvæðamestur með tvennu en Andi Morina, Stefán Þórður Stefánsson og Hinrik Harðarson komust einnig á blað.

Sterkustu leikmenn beggja liða voru hvíldir og fengu ungir leikmenn tækifæri í þeirra stað.


Athugasemdir
banner