Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 05. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Annar Mílanó slagur á stuttum tíma
Mynd: EPA
Sjaldgæf sjón
Sjaldgæf sjón
Mynd: EPA

Það eru fjórir leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag og hefst veislan þegar Spezia tekur á móti toppliði Napoli í hádeginu.


Napoli hefur verið á frábæru skriði og er með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar. Félagið stefnir á sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í rúm 30 ár og getur komist skrefi nær með sigri á þessum erfiða útivelli hér í dag.

Torino og Udinese eigast svo við áður en Fiorentina tekur á móti Bologna en í kvöld er stórleikur á dagskrá, þar sem Inter og AC Milan eigast við í nágrannaslagnum um La Madonnina, styttuna sem trónir á toppi heimsfrægrar dómkirkju í Mílanó.

Inter og Milan eru þar að eigast við í annað sinn á stuttum tíma eftir að Inter rúllaði yfir Ítalíumeistarana í Ofurbikarnum 18. janúar.

Leikur kvöldsins verður gífurlega spennandi þar sem bæði lið þurfa sigur eftir að hafa dregist afturúr Napoli í titilbaráttunni.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort rúmenski markvörðurinn Ciprian Tatarusanu haldi byrjunarliðssætinu sínu eftir skelfilega frammistöðu í undanförnum leikjum. Tatarusanu er til vara fyrir Mike Maignan sem er enn að glíma við meiðsli, en Milan krækti sér í annan varamarkvörð í janúar - hinn kólumbíska Devis Vasquez.

Maignan gæti snúið aftur fyrir viðureign Milan gegn Tottenham í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar 14. febrúar.

Leikir dagsins:
11:30 Spezia - Napoli
14:00 Torino - Udinese
17:00 Fiorentina - Bologna
19:45 Inter - Milan


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner