Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
U17 vann Slóvakíu eftir jafntefli við Portúgal
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ / aðsend

Ísland U17 2 - 0 Slóvakía U17
1-0 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('41)
2-0 Freyja Stefánsdóttir ('66)


Íslenska U17 ára kvennalandsliðið hefur farið vel af stað á æfingamóti í Portúgal og er enn ekki búið að fá mark á sig.

Stelpurnar spiluðu við Slóvakíu í dag og höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu. Berglind Freyja Hlynsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sáu um markaskorunina. Ísland tók forystuna skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik.

Stelpurnar eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en þær gerðu markalaust jafntefli við Portúgal í fyrstu umferð.

Berglind Freyja Hlynsdóttir og Freyja Stefánsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Ísland er nú með fjögur stig eftir jafntefli við Portúgal í fyrstu umferð.

Ísland mætir Finnlandi á þriðjudag klukkan 17:00 í lokaumferð mótsins. Finnar sigruðu 4-0 gegn Slóvakíu í fyrstu umferð og mæta Portúgal í dag.




Athugasemdir