Eiginkona Thiago Silva, varnarmanns Chelsea, er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Hún birti áhugavert tíst eftir 2-4 tap gegn Chelsea í gær þar sem hún virtist kalla eftir því að Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, yrði rekinn úr starfi sínu.
Þannig túlka enskir fjölmiðlar allavega orð hennar en Mirror gerir grein um málið.
„Það er kominn tími á breytingar. Ef þið bíðir lengur, þá verður það of seint," skrifaði Belle Silva á X í gær og setti tvö blá hjörtu við færsluna.
Pochettino er heldur betur orðinn valtur í sessi en hann tók við Chelsea síðasta sumar.
It’s time to change. If you wait any longer it will be too late ????????
— Belle Silva (@bellesilva) February 4, 2024
Athugasemdir



