Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erfitt fyrir mig að horfa á Kiko Casilla spila fótbolta"
Jonathan Leko.
Jonathan Leko.
Mynd: Getty Images
Kiko Casilla, markvörður Leeds United, var dæmdur í átta leikja bann og sektaður um 60 þúsund pund fyrir kynþáttafordóma í garð Jonathan Leko, framherja West Brom.

Leko var á láni hjá Charlton þegar atburðurinn átti sér stað. Casilla hefur neitað sök.

Leko segist óviss um það hvort hann muni tilkynna það ef hann verður aftur fyrir kynþáttafordómum.

„Ég er feginn að ferlinu sé lokið og að enska knattspyrnusambandið hafi staðfest það sem ég hafi alltaf vitað að hafi verið satt - að Kiko Casilla var með kynþáttaníð í minn garð sem hneykslar mig og gerir mig enn reiðann," segir Leko.

„Að þetta skuli hafa tekið eins langan tíma og það gerði, það veldur mér vonbrigðum. Vitandi það sem gerðist í leiknum þennan dag þá hefur verið erfitt fyrir mig að horfa á Kiko Casilla spila fótbolta eins og ekkert hafi í skorist."

„Ég vil hvetja fótboltayfirvöld að skoða vinnubrögð sín þegar álíka hlutir gerast," segir Leko og tekur hann það einnig fram að hann hafi fengið lítinn stuðning frá leikmannasamtökuum og samtökum sem hafa það að markmiði að berjast gegn kynþáttafordómum.

„Það hefði verið velkomið að fá einhvern stuðning eða leiðsögn," segir hinn tvítugi Leko. Hann ætlar að hugsa sig tvisvar um að ganga í gegnum svipað ferli ef hann verður aftur fyrir kynþáttafordómum.
Athugasemdir
banner
banner