Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 05. mars 2021 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Sancho, Guerreiro og Reyna ekki með gegn Bayern
Jadon Sancho, Raphael Guerreiro og Giovanni Reyna verða ekki með Borussia Dortmund gegn Bayern München um helgina er liðin eigast við í þýsku deildinni en þetta er reiðarslag fyrir Dortmund.

Sancho er í hópi bestu leikmanna heims um þessar mundir en hann hefur verið drifkraftur í liði Dortmund síðustu þrjú tímabil ásamt norska framherjanum Erling Braut Haaland.

Enski vængmaðurinn meiddist í sigri Dortmund á Borussia Monchengladbach í þýska bikarnum í vikunni og var skipt af velli stuttu eftir að hann gerði annað mark Dortmund.

Hann verður ekki með Dortmund gegn Bayern í stórslagnum um helgina og þá er portúgalski vængmaðurinn Raphael Guerreiro einnig fjarri góðu gamni.

Bandaríski sóknartengiliðurinn Giovanni Reyna er ekki heldur í hópnum en Dortmund hefur þó ekki greint frá ástæðu þess að hann sé utan hóps.

Bayern er í efsta sæti deildarinnar, þrettán stigum á undan Dortmund sem er í fimmta sætinu og hefur spilað langt undir getu á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner