Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. mars 2021 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Sigurður Hrannar framlengir við HK
Diddi kyssti boltann undir lok leiks gegn KR síðasta sumar er það var ljóst að HK-ingar myndu halda hreinu í leiknum
Diddi kyssti boltann undir lok leiks gegn KR síðasta sumar er það var ljóst að HK-ingar myndu halda hreinu í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK í Pepsi Max-deildinni, hefur framlengt samning sinn við félagið út þetta tímabil.

Sigurður, sem er 27 ára gamall, spilaði átta leiki með HK-ingum í deildinni á síðasta tímabili eftir að Arnar Freyr Ólafsson meiddist í fyrstu umferðinni gegn FH-ingum.

Hann átti afar öflugan leik er hann hélt hreinu í 3-0 sigri á KR, en KR-ingar voru þá ríkjandi meistarar.

Sigurður hefur undanfarin tvö ár stundað nám í Kaupmannahöfn en verið á Íslandi yfir sumartímann. Hann hefur ákveðið að vera áfram í HK og því framlengt samning sinn út tímabilið.

Hann á 56 leiki að baki fyrir lið í þremur efstu deildunum en hann hefur leikið fyrir Aftureldingu, Fram, Hött/Hugin, Víking R. og Tindastól. Þá á hann einn leik fyrir U18 ára landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner