Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er riðill Ísland í undankeppni EM - Góður möguleiki
Icelandair
Ísland er áfram í A-deild.
Ísland er áfram í A-deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar eru í fínum riðli.
Stelpurnar okkar eru í fínum riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumótsins 2025. Ísland er þar í riðli með Þýskalandi, Austurríki og Póllandi.

Möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar fyrir Ísland í þessum riðli en ef liðið endar í fyrsta eða öðru sæti þá fara okkar stelpur beint inn á Evrópumótið.

Riðill Íslands:
Þýskaland
Austurríki
Ísland
Pólland

Eru öruggar í umspilið
Ísland vann á dögunum 2-1 dramatískan sigur á Serbíu og hélt sér þannig í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið sem á þannig meiri möguleika á því að komast inn á EM 2025. Það verður haldið í Sviss.

Þetta verður ekki hefðbundin undankeppni, heldur verður hún með Þjóðadeildabragi, ef svo má að orði komast.

Með því að vera áfram í A-deild erum við allavega örugg í umspil fyrir næsta stórmót en við eigum þá líka möguleika á að komast beint inn á Evrópumótið. Ef við hefðum fallið í B-deild þá hefði það ekki verið raunin.

Við förum í A-deild undankeppninnar og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.

Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.

Leikdagar í undankeppni EM:
Leikdagar eitt & tvö: 3. - 9. apríl
Leikdagar þrjú & fjögur: 29. maí - 4. júní
Leikdagar fimm & sex: 10. - 16. júlí
Umspil eitt: 23. - 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember - 3. desember
Athugasemdir
banner
banner