fös 05. apríl 2013 13:00
Sindri Snær Jensson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Svölustu stjórarnir í Meistaradeildinni
Sindri Snær Jensson
Sindri Snær Jensson
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.



Nú standa yfir 8-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, í vikunni fóru fram fyrri leikirnir. Ég get ekki annað en lýst yfir ánægju minni með fatastíl knattspyrnustjóranna sem komnir eru áfram með lið sín.

Ég skrifaði nýlega þessa grein um best og verst klæddu stjórana í ensku úrvalsdeildinni og gætu margir haldið að ég væri með þetta viðfangsefni á heilanum.

Munurinn er sá að þessir “evrópsku” stjórar ef svo mætti segja eru bara svo miklu miklu svalari. Setti saman smá umfjöllun um þessa kalla.


Carlo Michelangelo Ancelotti
Einfaldlega drullusvalur. Það eru ekki bara fötin sem geri manninn heldur líkamstjáningin. Sú staðreynd að hann er ítalskur hjálpar líka heilmikið. Fæddur 1959 sem gerir hann 53 ára, hefur starfað sem stjóri m.a. hjá AC Milan, Chelsea og Juventus en heldur nú um taumana hjá stórliði Paris Saint-Germain.


Francesc “Tito” Vilanova i Bayó
Hinn spænski Tito virðist hafa lært ýmislegt fleira en þjálfunarfræði hjá Pep Guardiola. Þetta er gæjinn sem sat alltaf við hlið Guardiola í íþróttagalla sem aðstoðarþjálfari á meðan Pep var best klæddi þjálfari heims. Fæddur 1968 sem gerir hann einungis 44 ára gamlan, hefur ekki mikla reynslu á stóra sviðinu en virðist þó standa fyllilega undir væntingum Barcelona. Skartaði fallegum gráum trefli í leiknum gegn PSG og hefur flottan stíl.


José Mário dos Santos Mourinho Félix
Sá sérstaki. Á ótrúlega flottan feril að baki sem knattspyrnustjóri þrátt fyrir að vera fæddur 1963 sem gerir hann fimmtugan. Stjórnaði Porto, Chelsea og Inter áður en hann tók við “Las Galactigos” Real Madrid. Sá portúgalski Hefur unnið allt og er bara með þetta eins og einhver myndi segja. Að mínu mati hefur fatastíll Mourinho dalað aðeins með árunum og er hann farinn að færa sig mikið yfir í Adidas fatnað, áður fyrr var maðurinn eingöngu suitaður frá toppi til táar. En ekki misskilja mig, hann er enn sá svalasti ég bara geri miklar kröfur á hann. Sá allra flottasti því Pep Guardiola er í fríi frá boltanum.

Aðrir sem eiga skilið “honourable mention” eru:
Antonio Conte stjóri Juventus & Fatith Terim stjóri Galatasaray.




Athugasemdir
banner
banner
banner