Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefnir í að Ingibjörg yfirgefi Duisburg í sumar - „Lært ótrúlega mikið"
Icelandair
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
' Ég held að þetta hafi verið gott skref'
' Ég held að þetta hafi verið gott skref'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir, sem er í byrjunarliði Íslands gegn Póllandi í leik sem hófst núna 16:45, ræddi við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

Hún ræddi um félagsliðið sitt Duisburg sem er svo gott sem fallið úr þýsku deildinni. Ingibjörg samdi við félagið í byrjun árs en ekkert hefur gengið hjá liðinu á tímabilinu.

Miðvörðurinn var hjá Vålerenga í Noregi áður en hún kom til Þýskalands og þar var hún vön því að vera á toppnum eða alveg við hann.

„Ég hef lært ótrúlega mikið af því, margir leikmenn í liðunum í riðlinum (undankeppni fyrir EM) okkar spila í Þýskalandi, leikmenn sem ég mæti í hverri viku sem hjálpar mér ótrúlega mikið. Ég held ég komi bara vel undirbúin (inn í þetta landsliðsverkefni)."

„Þetta er allt annar bolti sem er spilaður í Þýskalandi, betri leikmenn og hærra tempó. Þetta hefur verið mjög góð áskorun fyrir mig."

„Liðinu hefur ekki gengið svakalega vel en ég reyni að líta á mína persónulegu þróun sem leikmaður og það hefur bara verið fínt. Ég held að þetta hafi verið gott skref."

„Mér finnst ég vera læra mjög mikið, tempóið er hærra og maður þarf að taka ákvarðanir fljótar. Með því kemur meiri yfirvegun inn í leikinn hjá mér sem er mjög mikilvægt."


Veistu hvernig framhaldið hjá þér er svo í sumar?

„Ekki alveg, en ég verð ekki áfram í Duisburg. Ég þarf bara að sjá hvað kemur. Ég lokaði aldrei á það að vera áfram, ég skrifaði undir eins og hálfs árs samning, en á síðustu vikum hefur komið í ljós að ég verð alveg mjög ólíklega áfram," sagði Ingibjörg og má lesa í það þannig að samningurinn falli úr gildi ef liðið fellur niður í næstefstu deild.

Er einhver hugmynd hvað þú vilt gera?

„Bara halda áfram að vera á hæsta 'leveli' og halda áfram að reyna taka skref upp á við," sagði Ingibjörg að lokum. Viðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 19 16 3 0 50 6 +44 51
2 Wolfsburg 19 14 2 3 53 18 +35 44
3 Eintracht Frankfurt W 19 11 2 6 34 22 +12 35
4 Hoffenheim W 19 10 4 5 41 25 +16 34
5 Essen W 19 8 5 6 30 19 +11 29
6 Bayer W 19 7 7 5 28 19 +9 28
7 Werder W 19 6 4 9 27 24 +3 22
8 Freiburg W 19 5 6 8 22 38 -16 21
9 RB Leipzig W 19 5 5 9 21 39 -18 20
10 Koln W 19 5 3 11 23 35 -12 18
11 Nurnberg W 19 3 3 13 14 55 -41 12
12 Duisburg W 19 0 4 15 12 55 -43 4
Athugasemdir
banner
banner
banner