Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, talaði um það eftir 2-1 tap liðsins gegn Val í gær að kvöldsólin hefði haft áhrif á leik liðsins.
,,Það er hægt að segja að á svona dögum er mjög slæmt að tapa uppkestinu að því það er rosa erfitt að spila á móti sól hér í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei upp neinum takti að því það er erfitt að horfa fram á við," sagði Baldur meðal annars í viðtali eftir leikinn.
Margir hafa talað um þessi ummæli Baldurs á samskiptamiðlinum Twitter í dag og hér má sjá brot af færslunum þar.
Jóhann Berg Guðmundsson
Er ekki bara best að fresta öllum leikjum í pepsi deildinni ef sólin er á lofti #kvöldsólin #strögl
Ómar Ingi Guðmundsson
Ummæli Baldurs um að það sé verra að spila á móti sól er eins og eitthvað sem kemur úr augljósum staðreyndum með @SteindiJR #fm95blö #kr
Orri Freyr Rúnarsson
Er ekki hægt að spila KR - Valur aftur? Ekki hægt að bjóða öðru liðinu upp á að spila á móti sól hálfan leikinn #fotbolti
Tómas Meyer
Er það þá að blessuð sólin elskar allt nema KR Þá? #PepsiDeild
Ásgeir Jónsson
Fylgist lítið með íslenskum fótbolta en sleppa menn almennt með það að kenna sólinni um tap án þess að vera skotnir í kaf? #KRVal
Kjartan Páll Þórarinsson
Erfitt að spila Á móti sól !
Baldur greinilega meiri Skítamórals maður.. #fotbolti #5aur
Kári Freyr Doddason
Tapaði einu sinni í hlutkesti og þurfi að spila allan fyrrihálfleikinn á móti sólu. Unnum samt #truestory #walkingonsunshine #fotbolti
Athugasemdir



