Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. maí 2021 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV og Fram spáð upp - Fram ræddi einnig við Guðjón Pétur
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram var á meðal félaga sem ræddi við Guðjón Pétur Lýðsson áður en hann yfirgaf herbúðir Breiðabliks.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

„Við ræddum við Guðjón Pétur eins og nokkur önnur félög. Hann er leikmaður ÍBV í dag. Það er gott og gilt. En já, við ræddum við hann,” sagði Jón.

Guðjón Pétur valdi að fara til Vestmannaeyja og skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta var í ekki í fyrsta sinn þar sem ÍBV reyndi að fá hann en það tókst núna.

„Það lá ekki við á þeim tímapunktum og ég valdi aðra valkosti. Nú er staðan sú að þeir voru áhugasamasta liðið að fá mig og ég get sagt að af þeim valkostum sem ég hafði þá fannst mér þetta langmest spennandi verkefnið," sagði Guðjón í samtali við Fótbolta.net.

„Ég gat alveg farið í lið í efstu deild en mér fannst þetta bara skemmtilegt verkefni, verðug áskorun að hjálpa svona stóru félagi að komast aftur þar sem það á heima."

ÍBV og Fram eru liðin tvö sem er spáð tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar í sumar, en þau munu mætast í annarri umferð.

Fram missti af Guðjóni Pétri en tilkynnti í gær félagaskipti enska miðjumannsins Danny Guthrie til félagsins. Hann er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner