Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 13:07
Elvar Geir Magnússon
Guardiola búinn að finna nýjan aðstoðarmann
Juan Manuel Lillo.
Juan Manuel Lillo.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að ráða Juanma Lillo sem nýjan aðstoðarmann sinn.

Guardiola lék um stutt skeið undir stjórn Lillo hjá Dorados Sinaloa í Mexíkó 2006.

Lillo hefur meðal annars starfað hjá Real Sociedad, Síle og Sevilla en hugmyndafræði hans þykir keimlík Guardiola.

City hefur verið að leita að aðstoðarstjóra eftir að Mikel Arteta hvarf á braut til að taka við Arsenal.

Lillo er 54 ára og hefur verið að stýra Qingdao Huanghai í Kína. Lillo sagði í viðtali 2012 að Guardiola væri 'eins og sonur sinn' en þeir hafa haldið góðu sambandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner