Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið HK í sumar
Hörður Árnason tók skóna fram að nýju.
Hörður Árnason tók skóna fram að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir HK tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra sem nýliðar í deildinni.

Fótbolti.net rýnir í dag í mögulegt byrjunarlið HK í sumar.



Það er lítið fréttnæmt í byrjunarliði HK. Það er nánast það sama og á síðasta tímabili en nú er Björn Berg Bryde farinn og líklegt að Guðmundur Þór Júlíusson taki stöðu hans í hjarta varnarinnar.

Guðmundur verður hinsvegar í banni í fyrstu umferðinni eftir að hafa fengið rautt í lokaumferðinni í fyrra þegar hann var í liðsstjórn HK! Alexander Freyr Sindrason eða Hafsteinn Briem verður við hlið Leifs Andra Leifssonar í fyrsta leik.

Hörður Árnason hætti við að hætta og verður í vinstri bakverði og Birkir Valur Jónsson í þeim hægri. Fyrir aftan varnarlínuna er svo markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Atli Arnarson og Arnþór Ari Atlason skipa miðsvæðið. Á vængjunum eru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Birnir Snær Ingason. Ásgeir Marteinsson gerir líka sterkt tilkall í byrjunarliðið.

Fremstur er Bjarni Gunnarsson en breiddin í fremstu stöðu er lítil sem engin og Bjarni fær ekki mikla samkeppni. Breiddin hjá HK er ekki mikil og þrátt fyrir tilraunir hefur félaginu ekki tekist að fá inn nýja menn.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner