Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór: Er ekki langbest að byrja á að sjokkera fótboltaheiminn?
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 12. sæti - Magni
Sveinn Þór er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Magna. Hann bjargaði liðinu frá falli í fyrra.
Sveinn Þór er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Magna. Hann bjargaði liðinu frá falli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn er mjög ánægður með hópinn þó að miklar mannabreytingar hafi orðið frá því í fyrra.
Sveinn er mjög ánægður með hópinn þó að miklar mannabreytingar hafi orðið frá því í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég hef fulla trú á hópnum og því verkefni sem er í gangi út á Grenivík, og því sem við erum að gera," segir Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna.

Magnamönnum er annað tímabilið í röð spáð neðsta sæti næst efstu deildar karla. Hingað til hefur Magni náð að halda sér uppi og stefnan er auðvitað sett á að gera það áfram.

„Veturinn er náttúrulega búinn að vera skrítinn og erfiður," segir Sveinn, en miklar mannabreytingar hafa verið á leikmannahópnum fyrir þetta tímabil.

„Magni er þannig félag að það hafa upp á síðkastið verið miklar mannabreytingar á milli ára. Þetta er ekkert auðvelt, en við erum að vonast til að breyta þessum kúltur, að menn haldist og kjarninn stækki alltaf. Við erum ekki á alveg sama stað og mörg önnur félög, en svo eru félög sem eru á sama stað og við. Við höfum unnið eftir því og það hefur gengið mjög vel, strákarnir eru flottir og búnir að æfa vel. Það hefur gengið vel, sérstaklega síðustu vikurnar."

Sveinn talar um að breyta kúltúrnum hjá Magna. „Að kúltúrinn sé ekki þannig að það séu bara tíu eða tólf leikmenn á haustin, að það séu 15-16 plús í hópnum. Það þýðir ekki alltaf að sækja svona marga."

Sveinn segir að leikmenn hafi staðið sig gríðarlega vel í kórónuveiruástandinu, í heimaæfingum og fleiru, en núna eru æfingar byrjaðar á fullu og styttist í mótið. Eins og Sveinn bendir á, þá hafa margir leikmenn komið inn og hann er ekki viss um að það verði fleiri sem bætast við hópinn, þó það sé aldrei að vita. „Maður veit aldrei hvað gæti dottið inn á næstu dögum."

„Við erum með tvö félög í kringum okkur sem eru með stóra hópa. Það gæti eitthvað gerst, en svo gæti vel verið að það gerist ekki neitt. Ég er mjög ánægður með strákana sem ég er með, en ég væri til í að fá eitt eða tvö ný andlit í hópinn á lokametrunum. Ef það gerist ekki þá er það ekki hundrað í hættunni. Ég er ánægður með þessa stráka sem ég er með fyrir."

Magni hefur misst nokkra sterka póst, eins og sinn helsta markaskorara í Gunnari Örvari Stefánssyni sem fór í KA. „Þetta er ekkert auðvelt þegar kúlturinn felst í þessum miklu mannabreytingum, og svo eru ungir strákar í KA og Þór sem vilja sanna vera þar og sanna sig yfir vetratímann. Þetta er ekki voðalega auðvelt, en þetta er að smella hjá okkur. Það eru frábærir menn á bak við félagið sem eru að vinna frábært verk og mikið verk utan æfinga og allt svoðleiðis. Þetta er að smella."

Magni fær heldur betur ekki auðvelt verkefni í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar að fara til Vestmannaeyja og mæta þar liðinu sem flestir spá því að fari rakleiðis upp, ÍBV.

„Mér finnst frábært að mæta til Vestmannaeyja í fyrsta leik. Það er mjög gott. Þá fáum við alvöru próf í fyrsta leik og þá sjáum við hvort að menn séu tilbúnir í þetta eða ekki; þú færð eiginlega ekkert betra verkefni en að mæta liðinu sem er væntanlega spáð fyrsta sætinu í þessum spám. Er ekki langbest að byrja á því að sjokkera fótboltaheiminn þar með frábærum úrslitum?"

„Menn eru alveg búnir að vera að bíða eftir að þetta byrji. Maður var alltaf bjartsýnn á að þetta færi af stað. Þó að við þurfum að spila aðeins lengur inn í haustið, það skiptir engu máli. Þetta verður geggjað, margir leikir og mikið stuð," sagði Sveinn Þór, þjálfari Magna Grenivíkur, sem ætla aftur að reyna að afsanna spámenn inn á fótboltavellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner