Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarna Albaníu kom ekki með til Íslands
Armando Broja.
Armando Broja.
Mynd: EPA
Helsta stjarna Albaníu - sóknarmaðurinn Armando Broja - verður ekki með gegn Íslandi á Laugardalsvelli á morgun.

Broja fékk Covid í aðdraganda leiksins og verður þess vegna ekki með.

Það er ekki annað hægt að segja en að þetta séu góðar fréttir fyrir íslenska liðið. Broja er á mála hjá Chelsea, einu stærsta félagi Englands. Á tímabilinu sem var að klárast lék hann með Southampton á láni og var virkilega góður.

Það hafa verið sögusagnir um það síðustu daga að West Ham sé að reyna að kaupa hann.

Myrto Uzuni, leikmaður Granada í spænsku úrvalsdeildinni, fór heldur ekki með til Íslands; hann er að glíma við meiðsli.

Lið Albaníu er mjög sterkt
Þó að það vanti öfluga leikmenn, þá er lið Albaníu mjög sterkt. Margir leikmenn liðsins leika í ítölsku úrvalsdeildinni og leikurinn á morgun verður mjög erfiður, eins og alltaf gegn Albaníu.

Leikurinn er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner