Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mán 05. júní 2023 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn ekki með U19 í sumar (Staðfest)
Marki í milliriðlinum fagnað.
Marki í milliriðlinum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á morgun verða þrír landsliðshópar opinberaðir, þar á meðal hópur U19 landsliðsins fyrir lokakeppni EM. Ein af stóru spurningunum fyrir valið á U19 landsliðinu hefur verið hvort að leikmenn á mála hjá félögum erlendis fái leyfi til að taka þátt í mótinu.

Orri Steinn Óskarsson er leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku og hefur verið fjallað um möguleikann á því að FCK synji beiðni KSÍ um að hleypa Orra í verkefnið. Orri lék á láni hjá SönderjyskE seinni hluta tímabilsins.

Fótbolti.net hefur fengið það staðfest að Orri verður ekki í hópnum sem tilkynntur verður á morgun. Orri glímir við meiðsli sem halda honum fjarri vellinum í bili. Meiðslin eru þó ekki alvarleg en FCK vill ekki taka neina sénsa með framherjann. Orri var markahæstur í undankeppninni fyrir EM í sumar.

Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Ajax í Hollandi, hann var í stóru hlutverki í vetur hjá varaliði félagsins og aðeins viðloðinn aðalliðið. Undirbúningstímabilið hjá Ajax skarast á við lokakeppnina hjá U19 og því talið ólíklegt að Ajax hleypi leikmanninum í verkefnið.

Þrír aðrir af þeim sem voru með U19 í mars eru á mála hjá félögum erlendis. Það eru þeir Hilmir Rafn Mikaelsson sem er hjá Tromsö á láni frá Venezia, Lúkas J. Blöndal Petersson sem er hjá Hoffenheim og Daníel Freyr Kristjánsson sem er hjá Midtjylland. Þorsteinn Aron Antonsson er samningsbundinn Fulham en er á láni hjá Selfossi út tímabilið hér heima.

Lokamótið fer frma á Möltu 3.- 16. júlí og er Ísland með Spáni, Noregi og Grikklandi í riðli.

Sjá einnig:
Vonast til að félögin sjái hag í að leyfa þeim að spila
Banna tveimur bestu mönnum Íslands að fara á EM (Vísir)
Ólafur Ingi Skúlason - Miklu stærra en margir átta sig á
Athugasemdir
banner
banner
banner