Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 12:51
Elvar Geir Magnússon
PSG yfirbauð Chelsea sem hefur dregið sig úr baráttunni um Ugarte
Manuel Ugarte í leik með Sporting Lissabon.
Manuel Ugarte í leik með Sporting Lissabon.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur dregið sig úr baráttunni um að fá Manuel Ugarte eftir að Paris Saint-Germain yfirbauð félagið og hefur boðið þessum úrúgvæska miðjumanni Sporting Lissabon mun stærri pakka fjárhagslega.

Samningur Ugarte er með 52 milljóna punda riftunarákvæði og var talið líklegt að hann yrði fyrstu kaup Mauricio Pochettino hjá Chelsea.

PSG hefur hinsvegar lagt mikla áherslu á að fá þennan 22 ára leikmann og frönsku meistararnir buðu honum ofursamning. Chelsea brást við með því að draga sig úr viðræðunum þar sem félagið ákvað að bjóða ekki of mikið fyrir hann.

Einhverjar sögusagnir voru um að Chelsea hafi boðist til að kaupa hlut í Sporting Lissabon en enginn fótur var fyrir þeim sögum.

Chelsea mun reyna að fá Moises Caicedo, miðjumann Brighton, en Arsenal og Liverpool hafa einnig áhuga á honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner