De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 05. júní 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands.


Íslenska landsliðið mætir því enska á Wembley í vináttulandsleik á föstudaginn en varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra," sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við," sagði Arnór Ingvi.

Gengið ömurlega undanfarið hjá Norrköping

Arnór Ingvi spilar með Norrköping í sænsku deildinni. Liðið er aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir. Það hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu sex leikjum.

„Eiginlega bara ömurlega. Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er fáránlegt, maður skilur ekki hvernig þetta getur orðið svona. Við vorum á góðu róli, svo kemur skellur og menn fara inn í skelina sína eða eitthvað, ég get ekki sett puttann á hvað vandamálið er," sagði Arnór Ingvi.

Arnór er ánægður að vera kominn í landsleikjahléið.

„Þetta kom á fullkomnum tíma. Fá að skipta um umhverfi og hitta á strákana, mér líður alltaf vel hér," sagði Arnór Ingvi að lokum.


Athugasemdir
banner