Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 05. júní 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands.


Íslenska landsliðið mætir því enska á Wembley í vináttulandsleik á föstudaginn en varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra," sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við," sagði Arnór Ingvi.

Gengið ömurlega undanfarið hjá Norrköping

Arnór Ingvi spilar með Norrköping í sænsku deildinni. Liðið er aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir. Það hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu sex leikjum.

„Eiginlega bara ömurlega. Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er fáránlegt, maður skilur ekki hvernig þetta getur orðið svona. Við vorum á góðu róli, svo kemur skellur og menn fara inn í skelina sína eða eitthvað, ég get ekki sett puttann á hvað vandamálið er," sagði Arnór Ingvi.

Arnór er ánægður að vera kominn í landsleikjahléið.

„Þetta kom á fullkomnum tíma. Fá að skipta um umhverfi og hitta á strákana, mér líður alltaf vel hér," sagði Arnór Ingvi að lokum.


Athugasemdir
banner