Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   mið 05. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Örugglega skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í með landsliðinu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er örugglega skemmtilegasta reynsla sem ég hef tekið þátt í með landsliði. Þetta var ótrúlegt kvöld, maður gleymir því seint," sagði Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður Íslands. Þarna átti hann við sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 þar sem íslenska landsliðið sló það enska úr leik.


„Auðvitað er þetta öðruvísi leikur á föstudaginn en það er spennandi verkefni framundan."

Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik á Wembley á föstudaginn en þetta er síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi.

„Við búumst við því að þeir verði töluvert meira með boltann en við og við munum þurfa að verjast mikið. Það er partur af því að spila fyrir Íslenska landsliðið þegar þú ert að spila við þessar stjóru þjóðir að þá þarftu að geta varist vel til að geta verið inn í leiknum og síðan þurfum við að nýta okkar möguleika, sækja hratt á þá og í föstum leikatriðum og annað," sagði Sverrir Ingi.

England ætlar sér stóra hluti á EM. Sverrir og kollegar hans í vörn Íslands eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það er valinn maður í hverju rúmi hjá enska liðinu.

„Þeim hefur gengið rosalega vel á síðustu tveimur stórmótum, fóru í úrslitin á síðasta EM og duttu út í undanúrslitum á HM. Það eru ótrúlega margir valmöguleikar fram á við og það eru líka leikmenn sem komast ekki einu sinni inn í hópinn hjá þeim. Þeir eru með mikil gæði og eru verðugir þess að lyfta þeim stóra í sumar og það er þeirra markmið eflaust og þetta er eins erfitt verkefni og það verður," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi er spenntur fyrir því að mæta sóknarmönnum enska liðsins. Gareth Southgate þjálfari enska liðsins hefur opinberað að Harry Kane muni byrja leikinn.

„Ég veit ekki hvort Kane muni byrja, hann hefur verið að stíga til baka eftir einhver meiðsli. Ég held að það skipti voðalega litlu máli hver byrjar á föstudaginn, þetta eru allt leikmenn í heimsklassa. Við þurfum að vera á okkar besta degi, þetta verður mjög erfitt en af sama skapi erum við að spila á Wembley, frábær völlur, 90 þúsund manns, þetta eru leikirnir sem maður vill spila," sagði Sverrir Ingi.


Athugasemdir
banner