„Já já ég er sáttur með stigið úr því sem komið var, við spiluðum ekki okkar besta leik í dag það verður að viðurkennast."
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir að sínir menn náðu í damatískt 1-1 jafntefli gegn ÍR á útivelli.
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir að sínir menn náðu í damatískt 1-1 jafntefli gegn ÍR á útivelli.
Í jöfnunarmarki HK virtist brotið á Helga markmanni ÍR en Brynjar vildi ekkert tjá sig um það.
„Ég hef enga skoðun á því, dómarinn er ekki hluti af jöfnunni í okkar leik og hann tekur bara sína ákvörðun og við reynum að klára sóknina."
Brynjar gerði tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en svo ekki söguna meir, hugsunin bakvið það hjá honum var frekar einföld.
„Það er erfitt að gera breytingar í svona leik. Það eru margir ungir strákar á bekknum og þetta er mikil barátta og mikill djöflagangur. Við vorum með sennilega okkar reyndustu og líkamlega sterkustu leikmenn inná vellinum og þetta var þannig leikur. "
„Við vorum með tvo í banni í dag og það munaði líka um það þó að það sé ekki afsökun. Þeir sem byrjuðu leikinn eru nógu góðir til að vinna hann taldi ég."
HK voru fyrir leikinn á toppnum og ÍR í 11. sæti, úrslitin komu því á óvart en Brynjar segir ekkert vanmat hafa verið í liðinu.
„Þetta er erfiður völlur til að koma á og ÍR eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við máttum búast við að þetta yrði mikil barátta. Það var ekkert vanmat held ég, við undirbjuggum okkur fyrir hann eins og alla aðra, ekkert meira og ekkert minna. Við erum ennþá taplausir og það gefur okkur sjálfstraust fyrir framhaldið."
Athugasemdir