Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 19:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Ísak átti þátt í marki í fyrsta tapinu
Mynd: Köln
RB Leipzig 3 - 1 Koln
1-0 Assan Ouedraogo ('13 )
1-1 Jan Thielmann ('23 )
2-1 Romulo ('44 )
3-1 David Raum ('45 )

Nýliðar Köln töpuðu sínum fyrsta leik í þýsku deildinni í dag, liðið var búið að næla í sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köln og spilaði allan leikinn gegn Leipzig í dag. Leipzig komst yfir en Jan Thielmann jafnaði metin fyrir Köln.

Ísak átti sendingu á Martel sem átti góða sendingu inn fyrir vörn Leipzig á Thielmann sem skoraði.

Leipzig náði að bæta við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Köln er því áfram með sjö stig en liðið er í 4. sæti. Leipzig tapaði gegn Bayern í fyrstu umferð en hefur unnið þrjá leiki í röð og er í 2. sæti með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Bayern.
Athugasemdir
banner