Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
   lau 20. september 2025 19:30
Sölvi Haraldsson
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Mynd: Grótta
„Ég er vonsvikinn. Við áttum nokkru dauðafæri í framlengingunni sem við náðum ekki að klára. Svo þegar þú ferð í vítaspyrnukeppni er alltaf mikil spenna og smá lottó. Vel gert hjá Víkingi Ólafsvík, þeir unnu vítaspyrnukeppnina og gangi þeim vel í úrslitaleiknum.“ sagði Paul Westren, aðstoðarþjálfari Gróttu, sem stýrði Gróttu í dag í fjarveru Rúnars Páls.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

„Mér fannst við byrja vel og stýra leiknum. Það slokknaði svo á okkur og við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst við sýna góðan karakter að halda áfram sem strákarnir hafa gert í allt sumar. Við vorum ekki alltaf við toppinn en klárum tímabilið á 6 sigrum í röð og enduðum í 2. sæti. Það var markmiðið í byrjun að komast upp, hitt markmiðið var að fara í úrslitin en við náðum bara öðru markmiðinu sem gerist stundum. Lengjudeildin leggst vel í okkur á næsta ári.“

Grímur fékk tvö dauðafæri í blálokin í dag, var erfitt að sjá færin hans fara framhjá og í stöngina?

„Já það var erfitt og honum mun pottþétt líða illa yfir því. En hann spilaði mjög vel fyrir okkur í sumar og er afar mikilvægur leikmaður. En allir geta gert mistök og klúðrað færum bara eins og allir varnarmenn geta gert mistök og gefið mörk. Þetta er liðsíþrótt. Við vinnum saman og töpum saman.“

Hvernig er stemningin í liðinu núna?

„Strákarnir eru vonsviknir því þeir vildu komast í úrslitin. Þetta er búið og við kyngjum því. En við verðum að byrja að skipuleggja næsta ár. Ef þú hefðir spurrt mig hvort ég vildi fara upp um deild eða fara í úrslitaleikinn held ég að þú vissir hvað svarið yrði.“

Rúnar Páll Sigmundsosn, þjálfari Gróttu, var hvergi sjáanlegur í dag.

„Hann er fjarverandi, nokkra daga í þessari viku. Þetta var held ég planað með löngum fyrirvara og hann hefur ekki horft á þessa leiki í bikarnum.“ sagði Paul að lokum.

Viðtalið við Paul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner