Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Gerum okkur alltaf erfitt fyrir
Mynd: EPA
Man Utd vann mikilvægan sigur gegn Chelsea í úrvalsdeildinni í kvöld. United var manni fleiri nánast allan fyrri hálfleikinn eftir að Robert Sanchez var rekinn af velli snemma leiks og náði 2-0 forystu.

„Nú er tími til kominn að búa til smá meðbyr. Við byrjuðum mjög vel, mjög ákveðnir. Ég man ekki eftir góðum spilkafla en við vorum ákveðnir í fyrsta og annan bolta," sagði Ruben Amorim.

Casemiro skoraði seinna mark liðsins eftir að Bruno Fernandes kom United yfir. Casemiro var síðan rekinn af velli með sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiksins.

„Við megum ekki við því að einhver sé rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks eins og Casemiro, við gerum okkur erfitt fyrir í öllum leikjunum en þetta var góður leikur."

Amorim var svekktur að liðinu hafi ekki tekist að gera út um leikinn manni fleiri.

„Rauða spjaldið hjálpaði okkur. Við fengum mörg tækifæri þrír á móti einum og þrír á móti tveimur. VIð verðum að vera klínískari til að klára leikinn fyrr. Þú veist aldrei hvað gerist eftir að Casemiro var rekinn af velli svo við verðum að nýta tækifærin og drepa leikinn," sagði Amorim.
Athugasemdir