Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tvö rauð í sterkum sigri Man Utd
Mynd: EPA
Manchester Utd 2 - 1 Chelsea
1-0 Bruno Fernandes ('14 )
2-0 Casemiro ('37 )
2-1 Trevoh Chalobah ('80 )
Rautt spjald: ,Robert Sanchez, Chelsea ('5)Casemiro, Manchester Utd ('45)

Man Utd vann frábæran sigur á Chelsea á Old Trafford í kvöld. Chelsea lenti í miklum vandræðum strax í upphafi leiksins þegar Robert Sanchez var rekinn af velli fyrir brot á Bryan Mbeumo rétt fyrir utan vítateiginn.

Enzo Maresca gerði tvöfalda breytingu á liði Chelsea í kjölfarið. Kantmennirnir Joao Pedro og Estevao fóru útaf fyrir markvörðinn Filip Jörgensen og varnarmanninn Tosin Adarabioyo.

Stuttu síðar komst Man Utd yfir þegar Bruno Fernandes kom boltanum í netið. Maresca var ekki hættur að gera skiptingar því Andrey Santos kom inn á fyrir Cole Palmer eftir tuttugu mínútna leik.

Casemiro bætti öðru markinu við fyrir Man Utd og United komið í ansi góða stöðu.

Casemiro opnaði hins vegar leikinn upp á gátt undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt, orðið jafnt í liðum.

Man Utd var með fín tök á leiknum en Trevoh Chalobah minnkaði muninn þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Reece James þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Það skapaðist hætta fyrir framan mark Man Utd í uppbótatímanum þegar Altay Bayindir varði boltann út í teiginn en varnarmenn United komust svo fyrir skot Andrey Santos.

Nær komust leikmenn Chelsea ekki og sigur Man Utd í höfn. Man Utd er í 9. sæti með sjö stig en Chelsea í 6. sæti með átta stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
3 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
4 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
5 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
9 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
10 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
11 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
12 Fulham 5 1 3 1 3 4 -1 6
13 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Brentford 5 1 2 2 5 7 -2 5
16 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
17 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
18 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner
banner