Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
banner
   lau 20. september 2025 19:40
Sölvi Haraldsson
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega glaður. Þetta var magnaður bikarleikur. Hálf fúlt að ná ekki að klára þetta í venjulegum leiktíma. En við höfum fína reynslu af því, við fórum nánast í gegnum sama leik fyrir austan í 8-liða úrslitunum. Við höfðum alltaf trú á því að við myndum fara áfram. Smá þjáningar í framlengingunni. Svo er Jón Kristinn frábær vítabani og gerði þetta mjög vel.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 3-3 jafntefli við Gróttu í dag en Ólsarar unnu í vítaspyrnukeppni og fara á Laugardalsvöll næsta föstudagskvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

„Mér fannst við halda þeim lengur frá markinu okkar í venjulegum leiktíma en við gerðum í framlengingunni. Jón hélt okkur inn í leiknum og liðið kom sér einhvernveginn í gegnum þetta. Ótrúlega margar tilfinningar og við erum mjög sáttir að vera komnir í úrslitin.“

Mætingin að vestan var gífurlega góð og nánast fleiri Ólsarar mættir en Gróttumenn.

„Þetta var geðveikt og minnti mig á gamla tíma þegar maður var að spila með Víkingi í efstu deild. Gaman að sjá gömul andlit mæta aftur. Ég vona að það mæta ennþá fleiri og bærinn verði tómur næsta föstudagskvöld.“

Þetta er lokatímabil Brynjars með liðið, hversu mikið myndi það þýða fyrir hann að klára þetta á titli á Laugardalsvelli?

„Það myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig. Ég náði ekki stóra markmiðinu mínu á þessum tíma með Víking sem var að komast upp en þetta yrði heldur betur fín sárabót ef maður getur hvatt félagið á góðum nótum.“

Tindastóll býður Ólsurum á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld. Hvernig líst Brynjari á þann mótherja?

„Ég horfði á leikinn hjá Tindastól í gær, bara hörkulið. Ég held að þeir séu búnir að slá út mjög góð lið í þessari keppni, Þrótt Vogum og KFG. Það er egnin tilviljun að þetta lið sé þarna. Við þurfum að undirbúa okkur vel, nú erum við komnir áfram. Við þurfum að setja þennan leik til hliðar og undirbúa okkur mjög vel fyrir leikinn því Tindastóll er virkilega gott lið og mjög orkumikið lið.“

Viðtalið við Brynjar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir