Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   lau 20. september 2025 19:40
Sölvi Haraldsson
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega glaður. Þetta var magnaður bikarleikur. Hálf fúlt að ná ekki að klára þetta í venjulegum leiktíma. En við höfum fína reynslu af því, við fórum nánast í gegnum sama leik fyrir austan í 8-liða úrslitunum. Við höfðum alltaf trú á því að við myndum fara áfram. Smá þjáningar í framlengingunni. Svo er Jón Kristinn frábær vítabani og gerði þetta mjög vel.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 3-3 jafntefli við Gróttu í dag en Ólsarar unnu í vítaspyrnukeppni og fara á Laugardalsvöll næsta föstudagskvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

„Mér fannst við halda þeim lengur frá markinu okkar í venjulegum leiktíma en við gerðum í framlengingunni. Jón hélt okkur inn í leiknum og liðið kom sér einhvernveginn í gegnum þetta. Ótrúlega margar tilfinningar og við erum mjög sáttir að vera komnir í úrslitin.“

Mætingin að vestan var gífurlega góð og nánast fleiri Ólsarar mættir en Gróttumenn.

„Þetta var geðveikt og minnti mig á gamla tíma þegar maður var að spila með Víkingi í efstu deild. Gaman að sjá gömul andlit mæta aftur. Ég vona að það mæta ennþá fleiri og bærinn verði tómur næsta föstudagskvöld.“

Þetta er lokatímabil Brynjars með liðið, hversu mikið myndi það þýða fyrir hann að klára þetta á titli á Laugardalsvelli?

„Það myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig. Ég náði ekki stóra markmiðinu mínu á þessum tíma með Víking sem var að komast upp en þetta yrði heldur betur fín sárabót ef maður getur hvatt félagið á góðum nótum.“

Tindastóll býður Ólsurum á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld. Hvernig líst Brynjari á þann mótherja?

„Ég horfði á leikinn hjá Tindastól í gær, bara hörkulið. Ég held að þeir séu búnir að slá út mjög góð lið í þessari keppni, Þrótt Vogum og KFG. Það er egnin tilviljun að þetta lið sé þarna. Við þurfum að undirbúa okkur vel, nú erum við komnir áfram. Við þurfum að setja þennan leik til hliðar og undirbúa okkur mjög vel fyrir leikinn því Tindastóll er virkilega gott lið og mjög orkumikið lið.“

Viðtalið við Brynjar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner