Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
banner
   lau 20. september 2025 19:16
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Kvenaboltinn
Mynd: Þór/KA

„Tilfinningin akkúrat núna er ekki góð, þetta er vont tap" sagði Jóhann Hreiðarsson eftir 9-2 tap á útivelli gegn Breiðablik.

Hvað er það sem fór úrskeiðis í dag?


Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  2 Þór/KA

„Þegar maður tapar níu tvö þá er örugglega margt sem fer úrskeiðis, það má ekki heldur gleyma að við erum að spila við langbesta lið landsins, ef þú gefur þeim smá breik þá refsa þær alveg gríðarlega og það gerðu þær svo sannarlega."

Jóhann um færin sem Breiðablik fékk.

„Þær fengu of auðveld færi, það er hægt að segja".

Jóhann um næsta leik liðsins og hvað þarf að laga.

„Við þurfum að laga margt fyrir næsta leik en eins og ég segi það er bara nýtt mót við bara núllstillum okkur núna og tökum góða viku og svo inn í það mót með því hugarfari að vinna það."

Jóhann um skiptinguna.

„Raunveruleikinn er sá að við erum að fara keppa um hvaða lið fellur og við ætlum svo sannarlega ekki að falla, við gefum allt í það."

Spurt var um hvað væri hægt að læra frá þessum leik.

„Það eru margir lærdómar úr þessum leik, það er hægt að læra margt frá töpum oft meira en úr sigrum við grúskum því í vikunni."


Athugasemdir
banner